Persónuvernd


Útgefið og gildir frá og með 2021/05/13
 

Volvo Group er annt um persónuvernd. Við erum þakklát fyrir það traust sem þú sýnir okkur með því að veita okkur persónuupplýsingar. Við munum ávallt nota persónuupplýsingar á sanngjarnan máta og í samræmi við þetta traust.

 Við verðum ávallt gagnsæ hvað varðar upplýsingarnar sem við söfnum, það sem við gerum við þær, með hverjum við deilum þeim og við hvern þú hefur samband ef þú hefur einhverjar áhyggjur.

Velja tungumál

Persónuverndaryfirlýsingar

Almenn persónuvernd á vefsvæðinu

Þú getur notað öll vefsvæði Volvo Group án þess að greina frá því hver þú ert. Hér að neðan er greint er frá stöðluðu upplýsingunum sem við söfnum þegar þú opnar vefsvæðin. Ef þú skráir þig í einhverja þjónustu hjá okkur eða notar eyðublöð til að hafa samband við okkur færðu nákvæmar upplýsingar um það hvernig unnið er úr upplýsingunum sem þú gefur í tengslum við skráninguna.

Auðkenni og samskiptaupplýsingar um ábyrgðaraðilann og persónuverndarfulltrúa Volvo Group

Sem ábyrgðaraðili persónuupplýsinga er AB Volvo („VOLVO“) ábyrgt fyrir úrvinnslu persónuupplýsinga sem varða þig samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum og -reglugerðum.

Ef þú hefur spurningar um úrvinnslu persónuupplýsinga skaltu hafa samband við persónuverndarfulltrúa VOLVO Group á netfanginu gpo.office@volvo.com eða með því að hringja eða skrifa til:

AB Volvo, Att: Group Privacy Office, Dept AA14100, VGHQ, SE-405 08 Göteborg, Svíþjóð 

+46 (0)31 66 00 00 

Úr hvaða flokkum persónuupplýsinga vinnur VOLVO, í hvaða tilgangi og á hvaða lagagrundvelli?

Þegar þú færð aðgang að einhverju vefsvæði Volvo er vafrinn þinn tæknilega stilltur á að senda sjálfkrafa eftirfarandi gögn („skráningargögn“) til vefþjónsins okkar, sem við geymum síðan í dagbókskrá:

  • Dagsetning aðgangs

    Tími aðgangs

    Vefslóð vefsvæðis sem beindi þér þangað

    Skrá sótt

    Sent gagnamagn

    Gerð og útgáfa vafra

    Stýrikerfi

    IP-tala

    Lénsheiti netþjónustuveitanda þíns

Þetta eru alfarið upplýsingar sem ekki er hægt að nota til að bera kennsl á þig. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar í tæknilegum tilgangi til að hægt sé að útvega þér það efni sem þú óskar eftir á réttan hátt, og söfnun þeirra er óhjákvæmilegur þáttur í notkun vefsvæða.

Skráningargögnin eru einvörðungu greind í tölfræðilegum tilgangi til að við getum bætt vefsvæðið okkar og undirliggjandi eiginleika þess. Volvo vinnur úr persónuupplýsingum þínum á grundvelli lögmætra hagsmuna sinna. Á meðal lögmætra hagsmuna VOLVO eru hagsmunirnir af því að reka vefsvæði fyrirtækisins í samræmi við sanngjarna viðskiptahætti og gæta þess að þau sé stöðugt tiltæk og virk. 

Kökur
Við notum kökur og rakningarpixla til að safna gögnum um notkun þína á vefsvæðinu í því skyni að sníða vefsvæðið að þörfum notenda. Söfnun þessara notkunargagna og gerð notkunarmynsturs fer fram á grunni nafnleysis með notkun kökuauðkennis. Við búum til og geymum þessi notkunarmynstur eingöngu á nafnlausu sniði og sameinum þau aldrei nafni þínu eða neinum öðrum upplýsingum, t.d. netfanginu þínu, sem kynnu að koma upp um það hver þú ert.

Ekki er hægt að nota kökur til að keyra forrit eða koma vírusum fyrir í tölvunni þinni. Með upplýsingunum í kökunum getum við einfaldað vefskoðun og auðveldað rétta birtingu á vefsvæðunum okkar.

Á hverju vefsvæði er sérstök yfirlýsing um kökur þar sem notendur geta séð nákvæmlega hvernig kökur eru notaðar á vefsvæðinu sem um ræðir. 

Framsending gagna til þriðju aðila

VOLVO kann að deila persónuupplýsingum þínum með öðru fyrirtæki innan Volvo Group, þar á meðal fyrirtækjum utan Evrópusambandsins (ESB) eða Evrópska efnahagssvæðisins (EES), sé það nauðsynlegt í þeim tilgangi að vinna úr persónuupplýsingunum eða skylt samkvæmt lögum eða reglugerð. VOLVO kann einnig að deila persónuupplýsingum þínum með fyrirtækjum og birgjum þriðju aðila, þar á meðal fyrirtækjum og birgjum utan ESB/EES, sé það nauðsynlegt í þeim tilgangi að vinna úr persónuupplýsingunum.

Við vinnum með mörgum mismunandi þjónustuveitendum til þess að geta boðið upp á vefsvæði Volvo Group. VOLVO gengur úr skugga um að gerðar séu viðeigandi verndarráðstafanir til að verja persónuupplýsingar þínar með fullnægjandi hætti samkvæmt gildandi gagnaverndarlögum. .

Tenglar á önnur vefsvæði

Á vefsíðu okkar kunna að vera tenglar á önnur vefsvæði. Við höfum engin áhrif á það hvort stjórnendur þessara vefsvæða fara eða fara ekki að ákvæðum gagnaverndarlaga.

Hve lengi geymir VOLVO persónuupplýsingarnar þínar?

VOLVO geymir persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er í því skyni að uppfylla þann tilgang sem persónuupplýsingunum var safnað fyrir. 

Réttur þinn til gagnaverndar

Þú hefur rétt á að fara fram á að VOLVO veiti þér upplýsingar um persónuupplýsingarnar sem VOLVO vinnur úr og aðgang að slíkum persónuupplýsingum. Þú hefur einnig rétt til að fara fram á að rangar persónuupplýsingar séu leiðréttar og að persónuupplýsingum sé eytt. Þú hefur enn fremur rétt til þess að fara fram á að úrvinnsla persónuupplýsinganna þinna sé takmörkuð, sem þýðir að þú ferð fram á að VOLVO takmarki úrvinnslu sína á persónuupplýsingum þínum við tilteknar aðstæður.

Þú hefur líka rétt til þess að andmæla úrvinnslu á grundvelli lögmætra hagsmuna eða úrvinnslu fyrir beina markaðssetningu. Auk þess hefur þú rétt til að flytja eigin gögn (flytja persónuupplýsingar þínar til annars ábyrgðaraðila) sé úrvinnsla VOLVO á persónuupplýsingunum sjálfvirk og byggð á samþykki eða samningsbundinni skyldu. 

Þú hefur einnig rétt til að leggja allar kvartanir vegna úrvinnslu VOLVO á persónuupplýsingum þínum fram til eftirlitsstofnunar.

 

Persónuvernd Format PDF Size 389 KB